,

TF3IRA BRÁTT QRV UM OSCAR 100

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp TF3GZ, mættu í Skeljanes í morgun (laugardaginn 24. ágúst) til góðra verka í þágu félagsstöðvarinnar.

Skipt var um m.a. um fæðilínu fyrir 2400 MHz merkið frá transverter‘num. Þar með varð standbylgja í lagi og styrkur merkis batnaði um 3dB. Ennfremur voru gerðar nauðsynlegar stillingar á stöð og búnaði. Þegar tíðindamaður þurfti að yfirgefa staðinn laust fyrir kl. 13 var lokið vinnu utanhúss og strákarnir að færa sig inn í fjarskiptaherbergið.

Ari Þórólfur segir, að það styttist í að TF3IRA verði almennt QRV fyrir Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið.

Stjórn ÍRA þakkar þeim félögum.

Skeljanesi 24. ágúst. Georg Kulp TF3GZ og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A vinna við að skipta út 2,4 GHz fæðilínunni. Mynd: TF3JB.
Nýja fæðilínan kominn inn í fjarskiptaherbergið. Georg Kulp TF3GZ festir niður og gengur frá kaplinum. Ljósmynd: TF3JB.
Skeljanesi fimmtudagskvöldið 22. ágúst. Ari Þórófur Jóhannesson TF1A undirbýr framkvæmdir laugardagsins. Á myndinni má m.a. sjá vinnuborðið sem skipt var út fyrir stærra (sem sýnt er á næstu mynd). Ljósmynd: TF3JB.
Þótt ekki sé endanlega búið að koma fyrir Kenwood TS-2000 stöðinni og búnaði til fjarskipta um OSCAR 100 gervitunglið er myndin birt, til að sýna nýtt vinnuborð sem félagið fékk að gjöf fimmtudaginn (22. ágúst) og þeir Njáll H. Hilmarsson TF3NH, Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Gunnar B. Helgason TF3-017 gerðu klárt í sameiningu þá um kvöldið. Þar með eru öll fjarskiptaborðin þrjú í fjarskiptaherbergi TF3IRA sömu stærðar, þ.e. 150x75cm. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + 8 =