,

TF3HRY verður með fimmtudagserindið

Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, stillir Collins 75S-3C viðtækið í fjarskiptaherberginu. Ljósmynd: TF3AM.

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 31. mars n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari kvöldsins er Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY, og nefnist erindið Loftnet og útgeislun á lægri böndum. Henry mun einkum fjalla um amatörböndin frá 500 kHz og neðar. Hugmyndin er, að velta fyrir sér “praktískum” lausnum á því hvað meðal radíóamatörinn getur gert á þessum böndum, þar sem verið er að kljást við “reactive” loftnet, háa spennu, litla nýtni o.s.frv. Henry mun fjalla um þann ramma sem takmarkar hvað flestir leyfishafar geta gert í garðinum hjá sér og sýna fram á að í raun er ýmislegt hægt að gera.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka frá næstkomandi fimmtudagskvöld og mæta stundvíslega í Skeljanesið. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen + 2 =