,

TF3CW VIRKJAR SOTA TF/SL215

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, virkjaði Miðfell við Flúðir í Hrunamannahreppi (SOTA TF/SL215) 3. júlí s.l. Tindurinn er í 251 metra hæð yfir sjávarmáli í reit HP94uc. Þau Björg Óskarsdóttir (XYL) gengu á fjallið og voru mjög ánægð með ferðina, en þegar upp var komið var lengst af logn með sól á köflum.

Þetta var fyrsta SOTA ferð Sigga og jafnframt í fyrsta skipti sem þessi tindur er virkjaður. Hann hafði 10 QSO á morsi, vítt og breitt um Evrópu, allt niður til Ísrael. Hann notar þriggja banda Mountain Topper MTR-3B stöð frá LNR Precesion fyrir 40/30/20m böndin. Sendiafl er mest 5W. Loftnet var svokallað „V-á hvolfi“ sem var haldið uppi með 6m hárri glertrefjastöng.

SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi og hérlendis eru þeir alls 910.

TF3DX varð fyrstur til að „virkja“ fjallatind samkvæmt verkefninu, þann 1. september 2016 þegar Ísland gerist aðili. Þeir TF3EO, TF3EK og TF5PX settu kerfið upp hér á landi.

Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjar Miðfell á Skeiðum (SOTA TF/SL215) 3. júlí. Ljósmynd: Björg Óskarsdóttir.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − 16 =