,

TF1RPB í Bláfjöllum QRV á ný

Endurvarpinn TF1RPB hefur aðstöðu í þessu stöðvarhúsi í Bláfjöllum. Ljósmynd: TF3ARI.

Kenwood TKR-750 endurvarpinn kominn í þjónustu TF1RPB í stöðvarhúsinu í Bláfjöllum. Ljósm.: TF3ARI.

TF1RPB, endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum, varð QRV á ný í morgun, þann 9. september, kl. 10:18. Þeir Sigurður Harðarson, TF3WS og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARIlögðu á fjallið í býtið og höfðu meðferðis Kenwood endurvarpa félagsins, sem sóttur var suður á Garðskaga í gærdag og undirbúinn fyrir ferðina í gærkvöldi.

Notuð er sama tíðni og var í Bláfjöllum, þ.e. 145.750 MHz. Kenwood endurvarpinn er hins vegar búinn CTCSS tónlæsingu og var ákveðið að nota hana (líkt og gert var á Garðskaga). Um er að ræða hefðbundna tónlæsingu, CTCSS, og er hún stillt á 88,5 rið (sem er “default” tónstilling í flestum stöðvum).

Hægt er að hlusta á sendingar frá TF1RPB án þess að vera með stöð eða viðtæki sem búið er tónlæsingu. Hennar er einvörðungu þörf, vilji menn senda í gegn um endurvarpann. Þess skal getið að lokum, að TF1RPB er á ný búinn auðkenni á morsi sem sent er út reglulega.

Stjórn Í.R.A. færir þeim Sigurði Harðarsyni, TF3WS og Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI sérstakar þakkir fyrir að hafa brugðist skjótt við kalli og lokið verkefninu á farsælan hátt á mettíma.

(Þakkir til TF3ARI fyrir meðfylgjandi ljósmyndir).

Comment frá TF3JA

Gott mál og ef vel er að gáð má sjá móta fyrir seguloftnetinu á þaki hússins sem APRSið er tengt við.
Og núna klukkan að verða hálf þrjú eftir hádegi á mánudegi í miðju rokinu er ekki að sjá annað en að bráðabirgða segulloftnetið haldi enn…vindhviðurnar eru núna mældar á Hellisheiðinni um 20 m/s en fóru í nótt í 30 m/s…
73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen + seven =