,

TF ÚTILEKARNIR 2019 – ÚRSLIT

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna kynnti helstu niðurstöður og úrslit í Skeljanesi 17. október. Þar kom m.a. fram, að alls tóku 14 stöðvar þátt í ár, samanborið við 15 á síðasta ári (2018).

Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA, þakkaði TF3EK undirbúning og umsjón leikanna. Síðan voru afhent veðlaun. Í tilefni 40. TF útileikanna voru 1. verðlaun glæsilegur verðlaunabikar (til eignar) og viðurkenningarskjöl  fyrir fimm efstu sætin:

1. sæti, Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, 425 heildarstig.
2. sæti, Georg Magnússon, TF2ll,  252 heildarstig.
3. sæti, Jónas Bjarnason, TF3JB, 123 heildarstig.
4. sæti, Einar Kjartansson, TF3EK, 104 heildarstig.
5. sæti, Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA, 96 heildarstig.

Alls mættu 26 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í blíðviðri í Vesturbænum.

(Niðurstöður verða birtar í heild ásamt ljósmyndum í 1. tbl. CQ TF sem kemur út 26. janúar 2020).

Einar Kjartansson TF3EK, umsjónarmaður, kynnti helstu niðurstöður og úrslit í TF útileikunum 2019. Ljósmynd: TF3jB.
Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA afhenti Hrankeli Sigurðssyni TF8KY glæislegan verðlaunabikar og verðlaunaskjal fyrir bestan árangur í leikunum 2019. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.
Vilhjálmur Þór Kjatansson TF3DX og XYL Guðrún Hannesdóttir TF3GD fylgdust með verðlaunaafhendingunni. Þess má geta, að Vilhjálmur er líklega sá leyfishafi sem hefur tekið þátt í flestum TF útileikum frá upphafi (í 40 ár) og sagðist hann líklega bara hafa misst af tveimur útileikum. Hann tók að sjálfsögðu þátt í útileikunum 2019. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.
Eftir verðlaunaafhendingu og kaffi var fjarskiptaherbergi TF3iRA vinsælt. Á myndinni má sjá aöstöðu félagsins til gervitunglafjarskipta. Næst stöðinni eru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Georg Kulp TF3GZ. Aðrir sem sjást á mynd (frá vinstri): Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Þorvaldur Bjarnson TF3TB og Badvin Þórarinsson TF3-033. LJósmynd: TF3JON.
Þórður Adolfsson TF3DT og Óskar Sverrisson TF3DC sögðu að skilyrðin á 40 metrum væru góð. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 1 =