Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna kynnti helstu niðurstöður og úrslit í Skeljanesi 17. október. Þar kom m.a. fram, að alls tóku 14 stöðvar þátt í ár, samanborið við 15 á síðasta ári (2018).
Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA, þakkaði TF3EK undirbúning og umsjón leikanna. Síðan voru afhent veðlaun. Í tilefni 40. TF útileikanna voru 1. verðlaun glæsilegur verðlaunabikar (til eignar) og viðurkenningarskjöl fyrir fimm efstu sætin:
1. sæti, Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, 425 heildarstig.
2. sæti, Georg Magnússon, TF2ll, 252 heildarstig.
3. sæti, Jónas Bjarnason, TF3JB, 123 heildarstig.
4. sæti, Einar Kjartansson, TF3EK, 104 heildarstig.
5. sæti, Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA, 96 heildarstig.
Alls mættu 26 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í blíðviðri í Vesturbænum.
(Niðurstöður verða birtar í heild ásamt ljósmyndum í 1. tbl. CQ TF sem kemur út 26. janúar 2020).





Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!