,

SUMARIÐ ER LOFTNETATÍMI

Veðrið framan af árinu 2022 var ekki alltaf heppilegt til loftnetavinnu þegar tími gafst á frídögum eða um helgar. En á sumardaginn fyrsta, 21. apríl mætti Georg Kulp, TF3GZ í Skeljanes og gekk endanlega frá endafæddu hálfbylgjuloftneti félagsstöðvarinnar fyrir 160 metra bandið.

Hann hafði flutt 6 metra langt vatnsrör á staðinn 28. nóvember (2021) og þann dag og 4. desember fór tími í að eigintíðnistilla loftnetið og var loftnetsvírinn festur í 4 metra hátt vatnsrör. Þegar þeirri vinnu var lokið þurfti frá að hverfa (4. desember) vegna þess að myrkur var að skella á.

Aðstæður voru hins vegar ákjósanlegar 21. apríl, logn og 10°C hiti þegar hafist var handa og kom Georg fyrir 6 metra rörinu með áfastri talíu til að hægt verði að slaka vírnum niður ef aðstæður kalla á. Þar með er verkefnið í höfn. Sérstakar þakkir til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir frábært vinnuframlag.

Myndin var tekin þegar TF3GZ vann að eigintíðnistillingu 160 metra loftnets félagsstöðvarinnar 4. desember 2021. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 + eighteen =