,

RADÍÓDÓT HEFUR BORIST TIL FÉLAGSINS

Töluvert af radíódóti hefur borist til ÍRA undanfarið. Um er að ræða hluti frá þeim Sigurði Harðarsyni TF3WS, Hans Konrad Kristjánssyni TF3FG og Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A, samanber meðfylgjandi ljósmyndir.

Félagsmenn geta nálgast dótið frá og með næsta opnunarkvöldi félagsaðstöðunnar í Skeljanesi, fimmtudaginn 2. júní n.k.

Bestu þakkir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Sigurður Harðarson TF3WS færði félaginu margskonar radíódót 23. maí. Meðal annars aflgjafa frá Landsíma Íslands, Motorola Micom 100 SSB HF bílstöðvar (125W á 1.6-30 MHz), Motorola UHF bílstöðvar, VHF bílstöðvar af ýmsum gerðum, með/án hljóðnema og Pye móðurstöð með innbyggðum aflgjafa. Bestu þakkir til Sigurðar fyrir hugulsemina.
Hans Konrad Kristjánsson TF3FG færði félaginu radíódót og símtæki 19. maí. Bestu þakkir til Hans Konrads fyrir hugulsemina.
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A útvegaði félaginu að gjöf 13 stauka sem hver inniheldur 10 stk. 12VDC 9A sýrulausar rafhlöður 25. maí. Búnaðurinn er nánast ónotaður og í fullkomnu lagi. Rafhlöðurnar eru framleiddar af Schneider Electric í Bandaríkjunum. Þær eru af Galaxy gerð, VM Battery Unit, Model OG-GVMBTU.
Georg Kulp, TF3GZ gerði ferð til Keflavíkur að sækja staukana, en hver þeirra er um 30 kg að þyngd. Affermt var í Skeljanesi síðdegis 25. maí; samanber meðfylgjandi ljósmynd. Bestu þakkir til Ara fyrir hugulsemina og til Georgs fyrir að sækja rafhlöðustaukana. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen + 18 =