,

NÁMSKEIÐIÐ „FYRSTU SKREFIN“

Námskeiðið „Fyrstu skrefin“ verður haldið fimmtudaginn 27. febrúar n.k. í Skeljanesi. Þetta er fyrsta námskeiðið af fjórum í boði á nýrri vetrardagskrá félagsins. Leiðbeinandi er Óskar Sverrisson, TF3DC.

Námskeiðin verða haldin:

  • 27. febrúar; fimmtudagur, kl. 17:00.
  • 19. mars; fimmtudagur, kl. 17:00.
  • 26. mars; fimmtudagur, kl. 17:00.
  • 30. apríl; fimmtudagur, kl. 17:00.

Áríðandi er að áhugasamir skrái sig tímanlega hjá Óskari Sverrissyni, TF3DC, í síma 862-3151 eða með tölvupósti til „oskarsv hjá internet.is“ með góðum fyrirvara. Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Námskeiðið „Fyrstu skrefin“ eru einkum hugsað fyrir nýja leyfishafa sem hafa áhuga á að sækja leiðbeiningar um hvernig best er að standa að því að fara í loftið. Um er að ræða einkatíma (2-3 klst.) með reyndum leyfishafa. Leiðbeinandi kynnir grundvallaratriði og ríkjandi hefðir innan áhugamálsins. Markmið námskeiðsins er að nýr leyfishafi öðlist öryggi í fjarskiptum.

Nýr leyfishafi og leiðbeinandi ræða saman þar sem spurningum er svarað og að því búnu er farið í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins. Tímasetning námskeiðs og yfirferð getur að vissu marki verið sveigjanleg með samráði leyfishafa og umsjónarmanns.

Stjórn ÍRA.

Í fjarskiptaherbergi TF3IRA á góðri stundu. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Óskar Sverrisson TF3DC og Þorvaldur Bjarnason TF3TB. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − 1 =