,

Lagfæringar og tilraunir í Skeljanesi

Yngvi Harðarson TF3Y vinnur við forritun loftnets og rótors félagsstöðvarinnar TF3IRA.

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 23. ágúst. Þessa dagana er m.a. unnið að því að ljúka frágangi félagsstöðvarinnar fyrir veturinn. TF3Y kom og forritaði annarsvegar, SteppIR 3E Yagi loftnet félagsins og hinsvegar, AlfaSpid RAK rótor félagsins. SteppIR loftnetið er nú frágengið á öllum böndum á mors- og talsvæðum bandanna. Þá voru minniseiningar rótorsins forritaður í eftirfarandi stefnur: 20°(JA) 100°(EU) 160°(AF) 210° (SA) 290°(USA) og 330°(Pac.). Áfram er þó valkvætt hvort minnin eru notuð eða ekki.

 

Ari Þór Jóhannesson TF3ARI í QSO’i við Ólaf B. Ólafsson TF3ML á Bolafjalli á 145.500 MHz

Samúel Þór Guðjónsson TF2SUT og Guðjón Helgi Egilsson TF3WO gera fellitvípólinn kláran.

Á meðan á þessu stóð, unnu þeir TF3WO, TF2SUT og TF3TNT stöðvarstjóri TF3IRA við uppsetningu fellitvípóls (e. “folded dipole“) fyrir 7 MHz sem var strengdur frá fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinar út í loftnetsturn félagsins. Fyrr, hafði New-Tronics Hustler 6-BTV, stangarloftnetið, verið endurtengdt. Samanburður þess við nýja loftnetið (sem er að vísu í lágmarkshæð) lofaði mjög góðu.

Kjartan H. Bjarnason TF3BJ og Benedikt Guðnason TF3TNT bíða þess að þeir félagar, TF3WO og TF2SUT geri fellitvípólinn kláran.

Benedikt Guðnason TF3TNT notaði tímann á meðan hann beið eftir TF3WO og TF2SUT og lagfærði festingar á köplunum út í turninn sem festir eru við stálvírana tvo.

Tvípóllinn kominn upp. TF3ARI og TF3WO prófa tvípólinn og bera saman við stangarloftnetið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × four =