,

KEPPNISHELGIN ER FRAMUNDAN

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudagskvöldið 28. október. Skemmtilegar umræður og menn hressir, enda CQ WW DX SSB keppnin framundan um helgina. Samt (eins og alltaf) eru vissar áhyggjur af skilyrðunum í keppninni.

Því til viðbótar var var rætt um áhugamálið á báðum hæðum; í salnum, í fjarskiptaherberginu og í herbergi QSL stofunnar en jafnt og þétt hefur borist af QSL kortum undanfarið og fengu sumir ágætan slatta.

Rætt var um loftnet, loftnetaefni, fæðilínur og mismunandi aðferðir við fæðingu loftneta. Einnig rætt um VHF/UHF stöðvar, en áhugaverðar nýjungar eru á þeim markaði þennan veturinni, þ.á.m. ný 50W Yaesu FTM-6000 bílstöð.  

Alls mættu 19 félagar + 1 gestur í Skeljanes þetta veðurmilda vetrarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Rætt um nýjustu stöðvarnar. Mathías Hagvaag TF3MH, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK og Sveinn Goði Sveinsson TF3ID.
Baldvin Þórarinsson TF3-033, Bernhard M. Svavarsson TF3BS, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og til hægri, Sigmundur Karlsson TF3VE.
Loftnetamálin í brennidepli. Georg Magnússon TF2LL, Georg Kulp TF3GZ og Þórður Adolfsson TF3DT.
Á góðri stundu í Skeljanesi. Kristján Benediktsson TF3KB og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Þó nokkuð er enn í boði af radíódóti. Georg Magnússon TF2LL og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG. Ljósmyndir. TF3DC.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − thirteen =