,

Jamboree-on-the-air verður haldið um helgina…

JOTA, eða Jamboree-on-the-air verður haldið um helgina, 16.-17. október. Árið 2010 er 53. árið sem þessi viðburður er haldinn. Þessa helgi standa radíóskátar um allan heim fyrir virkni á amatörböndunum og geta ungliðar í skátahreyfingunni fengið að tala í amatörstöðvar við aðra um heiminn undir stjórn radíóamatöra. Á Íslandi stendur skátafélagið Radíóskátar fyrir viðburðinum.

Hér á Íslandi verða rekin eftirfarandi kallmerki: TF2JAM í Grundarfirði; TF3JAM í Reykjavík og TF5JAM á Akureyri.
Ábyrgðarmenn stöðvanna eru: Guðmundur Sigurðsson, TF3GS; Þór Þórisson, TF3GW; og Þórður Ívarsson, TF5PX.

Miðað er við að JOTA fari einkum fram á eftirtöldum tíðnum á SSB á HF: 3,650-3,700 MHz; 7,080-7,140 MHz; 14,100-14,125 MHz og 14,280-14,350; 21,350-21,450 MHz; og 28,225-28,400 MHz. Tíðnirnar á CW á HF: 3,560-3,800 MHz; 7,040-7,200 MHz; og 14,060-14,350. Framangreindar tíðnir eru valdar af radíóskátum að þessu sinni með hliðsjón af alþjóðlegum keppnum sem fram fara um helgina, en þar af er WAG keppnin stærst.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 5 =