,

5 metra og 8 metra böndin á Írlandi

Írskir radíóamatörar hafa fengið tíðnisviðin 30-49 MHz (8 metra) og 54-69.9 MHz (5 metra) til afnota. Heimildin miðast við 50W og er á víkjandi grundvelli. Engar skorður eru settar við tegund útgeislunar.

Landsfélag radíóamatöra á Írlandi, IRTS, hefur sett upp sérstakt bandplan fyrir þessi nýju bönd.

Stjórn ÍRA ræddi þróun tíðnimála hér á landi og á Írlandi á fundi sínum þann 8. ágúst og var m.a. samþykkt að fylgjast náið með þróun mála hjá Írunum.

Sjá nánar upplýsingar um nýju böndin í IARU Region 1 VHF-UHF-µW Newsletter; 16. júlí 2018. Vefslóð:

https://www.iaru-r1.org/images/VHF/newsletters/Newsletter_78.pdf

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × three =