,

IARU HF CHAMPIONSHIP 2022

IARU HF Championship keppnin hefst laugardaginn 9. júlí kl. 12 á hádegi. Þetta er sólarhringskeppni sem lýkur á hádegi sunnudaginn 10. júlí.

Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

Keppnisflokkar eru tveir: Einmenningsstöðvar og fleirmenningsstöðvar. Í flokki einmenningsstöðva eru í boði 3 undirflokkar, þ.e. á tali, morsi og hvoru tveggja. Valið er um þátttöku á háafli, lágafli eða QRP. Í flokki fleirmenningsstöðva með einn sendi, er einn flokkur í boði, þ.e. á tali og morsi (Mixed mode).

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

http://www.arrl.org/iaru-hf-world-championship

Heimskort yfir ITU svæðin í heiminum. Í IARU HF Championship keppninni þarf að gefa upp ITU svæði (ITU zone). Fyrir TF er ITU svæðið nr. 17 og erum við eina DXCC einingin í því svæði. Höfundur korts: EI8IC.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − seven =