,

Fræðslukvöld fyrir verðandi próftaka 18. apríl.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS

 

 

 

 

 

 

Næstkomandi miðvikudagskvöld, 18. apríl kl. 20:00 verður haldið fræðslukvöld fyrir verðandi próftaka í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Allir eru hvattir til að mæta, sérstaklega þeir sem ekki hafa áður fengið umfjöllun um þetta efni. Dagskrá er eftirfarandi:

1. Réttindi, ábyrgð og siðir radíóamatöra, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS.
2. Mótun og stilling hennar, ágrip af fræðum og sýnikennsla, Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX.

Fræðileg umfjöllun verður knappari en vera myndi á námskeiði, svo gott væri ef þátttakendur væru
búnir að kynna sér og prenta út skjalið Merki og mótun, sem er að finna á heimasíðu Í.R.A.
Vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/

Einnig verður kannaður áhugi þátttakenda á að fá 1-2 dæmakvöld í vikunni fyrir próf.

F.h. stjórnar,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two + fourteen =