Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 25. júlí. Hann hafði meðferðis og sýndi nýja fjarskiptabúnaðinn sem verður settur upp til að hafa sambönd frá TF3IRA í gegnum Es’Hail-2/P4A / OSCAR 100 gervitunglið.
Hann skýrði hvað væri framundan, þ.e. uppsetning diskloftnets utanhúss og ýmsar samstillingar. Ari nefndi m.a. að það yrði hægt að sjá raunverulega vinnutíðni beint á stjórnborði Kenwood TS-2000 stöðvarinnar sem væri mjög til þæginda.
Ari færði okkur jafnframt glæsilega veislutertu og Nóa konfekt sem hann bauð mönnum að njóta með kaffinu (en hann átti nýverið stórafmæli).
Bestu þakkir til Ara fyrir frábært fimmtudagskvöld. Alls mættu 21 félagsmaður og 1 gestur í Skeljanes að þessu sinni.





Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!