,

ERINDI TF1A UM ENDURVARPA VERÐUR 28. MARS

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 28. mars kl. 20:30. Þá mætir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A í Skeljanes með erindið: „Endurvarpar“.

Ari hefur mikla reynslu af uppsetningu, viðhaldi og notkun endurvarpa. Hann hefur árum saman unnið við endurvarpa félagsins, fyrst í félagi við Sigurð Harðarson, TF3WS og síðar einsamall og með Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS þegar Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, keypti endurvarpa til notkunar á 2 m og 70 cm. Þá kom hann að uppsetningu radíóvita Óla á Mýrum í Borgarfirði, sem teknir voru í notkun í fyrra á 50 og 70 MHz.

Ari mun skýra hvernig endurvarpi vinnur. Hann mun t.d. svara spurningunni hvers vegna tíðniafsetning í sendingu inn á endurvarpa á 2 m er aðeins 600 Hz samanborið við 5 MHz á 70 cm.

Í dag eru 5 FM endurvarpar fyrir radíóamatöra í rekstri hérlendis á 2 m, 2 á 70 cm; annar á FM og hinn á starrænni tegund útgeislunar (D-STAR), auk 4 stafvarpa með internetgáttir og 2 radíóvita Á 50 MHz og 70 MHz. Ari mun jafnframt upplýsa um fyrirhugaða uppsetningu DMR endurvarpa á 2 m.

Stjórn ÍRA hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Veglegar kaffiveitingar.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Myndin var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA í Skeljanesi 5. janúar. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 2 =