,

TF1A og TF3EY kynntu endurvarpa 28. mars

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes 28. mars og flutti erindi um endurvarpa.  

Ari hefur hefur góða þekkingu á umfjöllunarefninu og veitti okkur áhugaverða innsýn í þennan tækniheim sem gerir okkur kleift að nota VHF/UHF stöðvar til sambanda yfir langar vegalengdir innanlands.

Hann útskýrði vel hvernig samtenging endurvarpa á VHF og UHF gerir leyfishöfum kleift að hafa krossband sambönd sem eykur mjög notagildi og útbreiðslu, t.d. þegar notaðar eru handstöðvar (jafnvel) búnar mjög litlu afli. Ari kynnti þá 5 VHF endurvarpa og 2 UHF endurvarpa sem eru í rekstri. Þeir eru allir nema einn fyrir FM mótun, en einn er fyrir starræna tegund útgeislunar (D-STAR).

Eftir kaffihlé tók Erik Finskas, TF3EY (OH2LAK) við og flutti áhugavert erindi um DMR (e. Digital Mobile Radio), sem rutt hefur sér til rúms síðustu ár, en yfir 3000 DMR endurvarpar hafa þegar verið settir upp fyrir radíóamatöra í 50 þjóðlöndum.

Erindi Eriks má skoða í heild á þessari vefslóð: http://dy.fi/vof

Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara og Erik fyrir áhugaverð erindi. Þrátt fyrir snjófjúk og vindasamt veður, mættu 27 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld.

Skeljanesi 28. mars. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A flutti erindi um endurvarpa. Ljósmynd: TF3JB.
Erik Finskas TF3EY (OH2LAK) í Skeljanesi 28. mars. Erik fjallaði um og kynnti DMR og DMR endurvarpa. Ljósmynd: TF3KB.
Mynd tekin aftarlega úr sal. Ljósmynd: TF3JB.
Salurinn. Frá vinstri (fremst): Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Þórarinn Benediktz TF3TZ, Einar Kjartansson TF3EK, Snorri Ingimarsson TF3IK, Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Georg Kulp TF3GZ, Jón Björnsson TF3PW, Magnús Ragnarsson TF1MT, Jón E. Guðmundsson TF8-020, Þórður Adolfsson TF3DT, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Óskar Sverrisson TF3DC og Njáll H. Hilmarsson TF3NH. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − 2 =