,

Breytingar í stjórn Í.R.A.

Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN

Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ

Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur ákveðið að hætta í stjórn Í.R.A. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, hefur tekið sæti hans í stjórn sem meðstjórnandi. Frá þessu var gengið á stjórnarfundi í félaginu í gær, 17. desember. Sveinn Bragi hefur jafnframt, frá sama tíma, látið af störfum hvað varðar önnur verkefni sem hann hafði umsjón með. Í þakkarávarpi á fundinum í gær, komst formaður m.a. þannig að orði að Sveinn Bragi hafi unnið vel fyrir félagið og það væri ósk hans og stjórnar að Sveinn Bragi kæmi á ný til liðs við félagið þegar hann sæi sér það fært. Sveinn Bragi var kosinn í stjórn á aðalfundi 2009 til tveggja ára.

Kjartan Bjarnason, TF3BJ, nýr meðstjórnandi, er handhafi leyfisbréfs nr. 100 frá 1977 og gekk í Í.R.A. sama ár. Hann hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina, m.a. gengt embætti formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og nú síðast sem varamaður í stjórn. Hann starfaði jafnframt um árabil sem félagslega kjörinn endurskoðandi, ritstjóri CQ TF og VHF Manager. Stjórn félagsins býður Kjartan velkominn til starfa.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five − 5 =