Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

TF2LL/MM á sjó vestur við Grænland á Vitahelginni

Aðspurður fyrr í vikunni hafði TF2LL þetta að segja um Vitahelgina og skilyrðin: Svona lítur loftnetið nú út, til þess að gera afskaplega ómerkilegt! en virkar og sannar rétt eina ferðina en að það þarf ekki merkilegan búnað til þess að ná á milli landa. Ég er með 12 metra langan endafæddan láréttan vír sem ég strengdi á milli […]

,

Fjör á Vitahelginni

Klukkan er sex að morgni sunnudags og hér í Grímsnesinu heyrist vel í TF8IRA við Garðskagavitann morsa á 14.031 MHz í miklu Evrópukraðaki. Í morgun milli fimm og sex var ekki laust við að merkið frá honum væri fyrst með töluverðu heimskautadirri en núna er það stöðugt og hreint S5 á mælinum á IC-706 tengdri […]

, ,

TF – útileikarnir eru um helgina

TF útileikarnir eru haldnir um verslunarmannahelgina ár hvert á vegum ÍRA. Leikarnir voru haldnir fyrst árið 1979. Tilgangur útileikanna er að örva áhuga og hæfni íslenskra radíóamatöra í notkun færanlegra stöðva og eflingu fjarskipta innanlands. Fjörið eykst þegar íslendingar búsettir eða staddir erlendis taka þátt. Leikarnir eru tilvaldir til að sameina útivist og amatörradíó. Samband […]

,

TF3TNT og TF3ARI vinna að tilraunum með TF1RPB

TF3TNT og TF3ARI hafa unnið að ýmsum tilraunum með TF1RPB, endurvarpann í Bláfjöllum í góðviðrinu undanfarna daga. Nýr búnaður og loftnet  voru sett upp í öðru tækjahúsi á fjallinu þar sem væntanlega er minna um truflanir. Loftnetið er nokkra metra hringgeislandi fiberstöng með 8 dBi ávinningi í allar áttir.  Prófaðar verða ýmsar gerðir af lyklun og halinn er hafður nokkuð […]

,

Pétur fékk nýtt loftnet í gær, 23. júlí 2013.

Nýtt tveggja dípóla loftnet, lóðrétt pólað var sett upp á Skálafelli í gær. Á eftir myndinni eru upplýsingar um útgeislun frá svipuðu loftneti og eins sést þá er ávinningurinn af tveimur dípólum mest rúm 4 db fram yfir einn dípól. Loftnetið var sett upp með mesta ávinning í norður, norðvestur eða í átt að Borgarfirði og Snæfellsnesi. […]

,

APRS ferilvöktun loftbelgs 22. mars

Í tengslum við 8. EVE Online Fanfest hátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP sem haldin verður í Reykjavík dagana 22.-24. mars n.k. ætla nokkrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík að senda upp „geimskip” hangandi neðan í loftbelg. Eitthvað skemmtilegt verður í loftbelgnum en það sem snýr að radíóamatörum er að þeir hafa áhuga á að nota APRS til að ferilvakta flugið. Ein tilraunauppsending fór […]

,

Neyðarfjarskiptaæfing 15. maí

Næstkomandi laugardag tekur TF3IRA þátt í alheimsneyðarfjarskiptaæfingu “Global Simulated Emergency Test” Æfingin stendur yfir á tímabilinu 04.00 – 08.00 UTC að morgni laugardagsins 15. maí. Á heimasíðu IARU má lesa allt um æfinguna: http://www.iaru-r1.org/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=57&Itemid=165 Vinsamlega hafið samband við neyðarfjarskiptastjóra félagsins, TF3JA, ef þið hafið áhuga á að taka þátt.