,

AUKIN BJARTSÝNI UM OPNUN 18 FEBRÚAR

Eftirfarandi upplýsingar komu fram í fjölmiðlum í dag, 4. febrúar:

„Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að hann myndi senda minnisblað á heilbrigðisráðuneytið öðrum hvorum megin við helgi um vægar tilslakanir á sóttvarnalögum. Að öðru leyti vildi Þórólfur ekki tjá sig um með hvaða hætti þær tilslakanir yrðu“ Heimild: https://www.mbl.is/frettir/

Þessar upplýsingar vekja aukna bjartsýni um að hægt verði að opna félagsaðstöðuna í Skeljanesi á ný fimmtudaginn 18. febrúar n.k. Upplýsingarnar eru m.a. jákvæðar í ljósi umræðna sem fram fóru á stjórnarfundi í ÍRA 5. janúar s.l., þess efnis að athugað verði sérstaklega með opnun í Skeljanesi sem fyrst, jafnvel með einhverjum takmörkunum.

Stjórn ÍRA.

.

.

.

Úr fundarsal ÍRA (suðurhluta) í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 + seven =