,

Amatörprófið 23. janúar – frábær árangur!

Frá vinstri: Bjarni, TF3KB (prófnefnd), TF3HR (skólastjóri námskeiðsins) og TF3AO.
Bjarni var fyrstur út úr prófinu sem hófst kl. 10 árdegis (sjá klukkuna á veggnum).
Hann er nemandi á 2. ári í verkfræði við Háskóla Íslands. Ljósmynd: TF2JB

Námskeið til amatörprófs sem hófst í október s.l. undir skólastjórn Hrafnkels Eiríkssonar, TF3HR, lauk nýlega og var prófið haldið í dag (23. janúar) í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Alls þreyttu prófið 21 nemandi og af þeim náðu 18 nemendur fullnægjandi árangri ýmist til N- eða G-leyfis. Stjórn Í.R.A. færir Hrafnkeli, TF3HR og leiðbeinendum á námskeiðinu kærar þakkir fyrir vel unnin störf. Það sama á við um Vilhjálm Þór Kjartansson, TF3DX og prófnefndarmenn sem sinntu störfum faglega og af alúð.

Frá vinstri (fyrir enda kennslustofunnar): TF3KX (prófnefnd), TF3DX (formaður prófnefndar),
TF8SM (prófnefnd), TF3GW (leiðbeinandi á námskeiðinu) og TF3HR (skólastjóri námskeiðsins).
Á myndinni má sjá þegar úrlausnum var dreift til nemenda eftir prófið. Ljósmynd: TF2JB.

Á námskeiðinu (sem lauk á fimmtudag) voru einnig 4 félagar í alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem fór til Haiti til björgunarstarfa og gátu þar af leiðandi ekki lokið námskeiðinu. Skólastjóri námskeiðsins og formaður prófnefndar gera ráð fyrir, að innan tíðar verði þessum aðilum gefinn kostur á kennslu (sem þeir misstu af) og í framhaldi að gangast undir próf. Það próf verður jafnframt opið þeim sem ekki náðu tilsettum árangri í prófinu í dag sem og öðrum þeim sem áhuga hafa. Prófdagur verður auglýstur með góðum fyrirvara.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × five =