,

YOTA ONLINE HEFST 28. MAÍ

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA vill koma því á framfæri, að vinnuhópur um málefni ungmenna innan IARU Svæðis 1, kynnir nýtt verkefni undir heitinu „YOTA online“. Á mánaðarlegum fundum á netinu, er markmiðið að kynna YOTA hugsunina og þar með vekja athygli á því að ungt fólk er þátttakendur í amatör radíói.

Hópur ungra virkra radíóamatöra mun kynna mismunandi hliðar áhugamálsins, samtímis því að svara spurningum á netinu. Ennfremur mun verða boðið upp á umfjöllun þar sem leyfishafar sem staðið hafa í forsvari fyrir hina ýmsu YOTA viðburði munu skýra frá reynslu sinni, ásamt því að svara spurningum.

Ástæða þess að farið er af stað með þetta málefni nú er vegna áhrifa Covid-19 faraldursins, sem hefur m.a. haft þau áhrif að öllum YOTA viðburðum á IARU Svæðum 1, 2 og 3 hefur verið aflýst eða frestað, sem og YOTA verkefninu sem fyrirhugað var að halda á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen í sumar.

Fyrsti „YOTA online“ viðburðurinn fer fram í kvöld, fimmtudaginn 28. maí, kl. 18:00 GMT. Fyrirhugað er, að viðburðurinn (livestream) mun standa yfir í u.þ.b. klukkustund. Gerð verður upptaka sem síðan má kalla fram á netinu. Þátttaka er opin öllum, allsstaðar í heiminum. Vefslóðin á viðburðinn:  https://www.facebook.com/hamyota/posts/2787529188035538

Nánar á vefslóðinni:  https://www.ham-yota.com/

Fylgist með frá byrjun. Góða skemmtun!

73, Elín, TF2EQ.

Elín Sigurðardóttir TF2EQ í fjarskiptaherbergi ÍRA í Skeljanesi þegar hún virkjaði kallmerkið TF3YOTA í desember s.l. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × four =