,

Viðgerð hafin á húsinu í Skeljanesi

Vinnupallur risinn við húsið.

Myndin sýnir bakhliðina á girðingunni og hliðið sem kajakmennirnir gerðu á girðinguna. Áform eru um að endurnýja járnið um næstu mánaðamót og þá gefst tækifæri til að lagfæra hliðið. Hugmyndin er að þau félög sem aðstöðu hafa í húsinu sameinist um að taka niður gamla járnið og setja það nýja upp í staðinn.

Myndin sýnir nýja SteppIR vertikalinn. Mastraefninu var komið fyrir við endan á bílskúrahúsinu vinstra megin á myndinni. Leyfi fékkst fyrir allmörgum árum til að koma þar upp allt að 20 metra háu mastri. Það eina sem vantar er kraftur frá félagsmönnum og vilji til að ráðast í verkið, efnið er allt til á staðnum. Viðhaldsvinnunni tókst að koma í gang vegna harðfylgis TF3GB við hreinsunina í portinu við hlið aðalhússins eins og vel sést á efstu myndinni.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − 9 =