,

VHF leikar um helgina

TF VHF-leikarnir eru hugarfóstur áhugamanna um langdræg VHF-fjarskipti, en draga dám af sambærilegum leikum sem mikilla vinsælda njóta í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. VHF-leikarnir eru leikar en ekki keppni, þótt stigafjöldi geti vissulega verið mælikvarði á ástundun, búnað, útsjónarsemi og heppni! … segir í inngangi að reglum um leikana sem eru á þessum hlekk: http://www.ira.is/vhf-leikar/

VHF leikarnir eru uppátæki grasrótar í félaginu og verða ekki að veruleika nema einstakir eða hópar radíóamatöra taki sig til og byrji. Stjórn félagsins styður framtakið af heilum hug og hvetur félaga að taka þátt.

Hafa má sambönd frá kl. 06 að morgni föstudags til kl 06 að morgni mánudags, en sex þriggja klukkustunda löng aðalþátttökutímabil “níu til tólf” eru alla dagana sem hér segir:

  • föstudag kl 0900-1200 og 2100-2400
  • laugardag kl 0900-1200 og 2100-2400
  • sunnudag kl 0900-1200 og 2100-2400

Þó má hafa samband hvenær sem er innan tímaramma keppninnar og engin takmörk eru á lengd þátttökutíma miðað við höfð QSO.

TF3GL tekur við loggum að lokinni helginni og vinnur úr þeim eins og áður.

Útileikarnir verða síðan um verslunarmannahelgina að venju og verður nánar fjallað um þá þegar nær dregur.

…hvað gerðist eiginlega?…

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 3 =