,

3. Stjórnarfundur ÍRA 2014

Stjórnarfundur 3  fimmtudaginn 03.07. 2014, kl. 18.00

Mættir: TF3HP, TF3GW, TF3DC, TF3GB, TF3TNT.

Gestir fundarins: TF3GL og TF3JA.

 

Meginmál fundarins fjölluðu um svokallað „lærlingsmál“, fjaraðgang

og ásakanir, sem fram komu á aðalfundi, frá ritara fyrri stjórnar um að

gögn í málinu frá TF3GL væru ekki að öllu leyti rétt( jafnvel fölsuð).

3GL telur að fyrri stjórn/ritari félagsins hafi haft neikvæð afskipti af afgreiðslu málsins. Stjórnin telur að lærlingsmálið hafi verið rétt afgreitt af hálfu PoF, miðað við þau gögn sem fyrir liggja. 3GL vill þó fá nánari upplýsingar um það, hvort eitthvað hafi farið á milli stjórnarinnar og PoF, milli 16. og 19. des. 2013

og hvað það hafi verið. Aðeins eitt símtal milli ritara og  TF3ARI, fór fram á þessu tímabili, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. TF3ARI var sá sem tilkynnti lærlinga á sínum vegum til PoF og málið snýst um. Ákveðið var að TF3GW hefði samband við PoF og græfist fyrir um þetta. Samkvæmt gögnum afgreiddi PoF málið án skriflegrar umsagnar frá ÍRA.

Þá vék 3GL að fjaraðgangsmálinu. Taldi 3GL að ekki mætti mismuna mönnum eftir þjóðerni, þegar kæmi að fjaraðgangi að sendistöð á Íslandi. ÍRA veitti umsögn í málinu, með tilvísun í milliríkjasamninga, sem 3GL taldi íþyngjandi fyrir amatöra, sem gekk í stuttu máli út á það að „viðkomandi aðili með erlent amatörleyfi yrði að vera „líkamlega“staddur á landinu til að mega starfrækja stöð hér á landi. Nefnd um fjaraðgang hefur skilað skýrslu hvað varðar íslenska amatöra og fjaraðgang þeirra að stöð á Íslandi, hvort sem þeir eru staddir hér eða í öðru landi. Öðru máli gegnir um fjaraðgang erlendra amatöra að stöð á Íslandi, án þess að þeir séu staddir hér. Sá hluti málsins er óafgreiddur, þar sem til stendur að bera það upp á ráðstefnunni í Varna í september 2014 og hlera álit annara félaga í Region 1 á því máli. Er sem sagt í vinnslu.

Því næst lagði 3GL fram nokkrar ábendingar um afgreiðsluferli mála, sem stjórnin ætlar að skoða.

 

TF4X. Þorvaldur, TF4M, hefur sótt um það til PoF að verða ábyrgðarmaður fyrir TF4X í stað Yngva, TF3Y. TF3Y hefur lýst sig samþykkan. Eftir að hafa farið yfir gögn í málinu um að TF4M uppfylli skilyrðin sem í gildi eru í dag um úthlutun eins stafs kallmerkja, sér stjórn félagsins ekkert athugavert við að ábyrgðin á TF4X verði flutt af TF3Y á TF4M.

 

Borist hefur gamalt erindi til stjórnar, dagsett 5. des. 2013, þar sem Pétur Kristjánsson, safnsstjóri Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði vekur athygli á að safnið verði með viðburð á 100 ára afmæli þráðlausra fjarskipta á Íslandi. Af því tilefni býður hann amatörum að koma og starfrækja stöð í safninu og kynna félagið. Viðburðurinn verður helgina 26/27 júlí næstkomandi. Ritara er falið að koma skilaboðum um þetta á heimasíðu og póstrabbið.

 

Bréf frá TF3DX rætt og ritara falið að hafa samband við hann um framhald.

 

Samþykkt að hafa kaffi og kökur á afmælisdegi félagsins fimmtudaginn 14. ágúst. Auglýsa á tölvupósti og heimasíðu.

 

Innlegg  Jóns Þórodds, TF3JA, um mælitæki á heimasíðunni fyrir skömmu og ágreiningur vegna þess, var rætt. Niðurstaða varð sú að ekkert væri athugavert við innlegg þetta og önnur slík, sem einungis væru sett inn til að vekja athygli á ámatörtengdum nýjungum í örstuttu máli.

 

Fundi slitið kl. 20.00

 

TF3GB, ritari.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 4 =