,

Fjarstýring, TF3OM í Skeljanesi 8. febrúar.

TF3OM var með skemmtilega kynningu á sínum amatörstöðvum, heimastöð í Garðabæ og sumarbústaðastöð austur í sveitum á opnu kvöldi í Skeljanesi.

Ágúst byrjaði á að segja okkur frá sínum fyrstu skrefum í amarörradíói. Hann tók prófið 1964, Morsepróf hjá Stefáni Arndal, TF3SA,  og tækni- og reglugerðarpróf hjá þeim Ríkharði Sumarliðasyni, TF3RS og Einari Vídalín en Jón Eiríksson Radíóeftirlitinu kom í heimsókn til Ágústar og tók út stöðina áður en hann fékk leyfið. Fyrstu árin voru samskiptin innan lands nánast eingöngu á 3505 kHz bæði mors og tal við þá TF3EA, TF5TP, TF6GI, TF3DX, TF3KB, TF3CJ og TF3IC. TF3IC, Garðar Gíslason tannlæknir, gerði við tennurnar í Ágústi í meira en hálfa öld eða allt þar til Garðar hætti sínu ævistarfi 75 ára gamall á síðasta ári. Garðar var mjög virkur radíóamatör á sjöunda áratug síðustu aldar bæði á HF og VHF. Hann hafði VHF sambönd beint til Reykjavíkur bæði úr Stykkishólmi og af Suðurlandinu. Hann fann meðal annars út að víða á veginum frá Selfossi niður að Eyrarbakka var/er gott samband á 2 metrum í bæinn.

Ágúst getur fjarstýrt báðum sínum stöðvum og á myndinni sést framhlið TS-480 sumarbústaðastöðvarinnar. Fyrir norðan var TF5AD, Arngrímur Jóhannsson, tilbúinn að hafa samband á 80 metrunum en sambandið var ekki gott. Arngrímur er með stöð á safninu á Akureyri sem hann opnaði ekki fyrir löngu síðan.

TF3OM að kenna nýamatörnum TF3AWS handtökin á hljóðnemanum.

Vísun á kynningu

Ágúst notar Remoterig búnað til að stýra stöðinni í sveitinni og þarf þá enga tölvu né annað stýriforrit. Remoterig búnaðurinn er tengdur beint við internetið á báðum endum og hann tekur framhlið stöðvarinnar með sér hvert í heim sem er eins og sést á myndinni hér fyrir ofan sem tekin var í Skeljanesi. Stöðin í Garðabænum er IC-7300 og til að fjarstýra er stöðin tengd við tölvu. Í fjarendann er tölva með stjórnhugbúnaði frá ICOM eins og sjá má betur í kynningunni. Aðspurður sagði Ágúst að morssendingar virki vel frá fjarendum enda sé hugbúnaðurinn með tímastýringu og pakkaröðun sem að vísu seinki sendingu og móttöku en ekki meira en svo að það kemur ekki að sök.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 2 =