,

4. Sjórnarfundur ÍRA 2018

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 8. Febrúar 2018.

Fundur hófst kl. 19:30 og var slitið kl. 20:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3DC og TF3EK

Fundarritari: TF3DC

Dagskrá

1. Umsókn TF3ARI um TF1A

Fyrir fundinum lá erindi um umsögn um umsókn TF3ARI um nýtt kallmerki TF1A með vísan til gildistöku nýrrar/breyttrar reglugerðar um radíóleyfi áhugamanna.

Formaður fékk umboð fundarins til að veita jákvæða umsögn um umsóknina – en skyldi þó kanna fyrst við TF3ARI hvort hann gæti sætt sig við annan tölustaf þ.e. TF2 eða TF9.

2. Kallmerkjaúthlutun

Fyrir lá tillaga að stjórnarsamþykkt 8. febrúar frá formanni, TF3JA, sem hann dreifði til viðstaddra stjórnarmanna.

TF3EK minnti á að tillögu sína sem hefði verið á fundi þriðjudaginn 30. janúar. Vísaði hann til fundargerðar formanns í þessu sambandi.

Ákveðið var að gera eftirfarandi breytingu á umsögnum sem samþykktar voru 30. janúar: 4. lið: Þeir sem fá tímabundin kallmerki geta haldið kallmerki sem þeir eru með fyrir og verið þá með tvö virk kallmerki.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven − eleven =