,

Vel heppnað fræðslukvöld í Skeljanesi

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS fjallaði um undirstöðuatriði í samskiptasiðum radíóamatöra.

Í.R.A. efndi til sérstaks fræðslukvölds í Skeljanesi miðvikudaginn 18. apríl. Dagskráin var miðuð við þarfir þeirra sem stefna að því að gangast undir próf til amatörleyfis þann 28. apríl n.k. Undirbúningur og framkvæmd var í höndum þeirra Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX og Vilhjálms Ívars Sigurjónssonar, TF3VS, prófnefndarmanna.

Vilhjálmur Ívar flutti erindi er nefndist Réttindi, ábyrgð og siði radíóamatöra. Það var flutt með tilvísan til rits þeirra J. Devoldere, ON4UN og M. Demeuleneere, ON4WW, Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra, sem Vilhjálmur þýddi á íslensku og kom út á vegum félagsins árið 2009.

Vilhjálmur Þór flutti erindi er nefndist Mótun og stilling hennar, ágrip af fræðum og sýnikennsla. Það var flutt, með tilvísan til samantektar Vilhjálms um Merki og mótun sem kynnt var vorið 2011 (og vistuð er á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu) svo og framlagðrar greinar eftir hann um Afl og truflanir sem birtist í septemberhefti CQ TF 2005. Að loknum erindisflutningi, fór Vilhjálmur yfir verklega þátt í stillingu mótunar á SSB. Á meðfylgjandi myndum má m.a. sjá Yaesu FT-840 og Icom IC-718 100W sendi-/móttökustöðvar ásamt aukabúnaði sem notaður var við sýnikennsluna.

Sjórn Í.R.A. þakkar þeim Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, formanni prófnefndar og Vilhjálmi Ívari Sigurjónssyni, TF3VS, prófnefndarmanni, fyrir vel heppnuð og áhugaverð erindi og óskar væntanlegum próftökum góðs gengis þann 28. apríl n.k.

Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX fjallaði fræðilega og verklega um umfjöllunarefnið “Merki og mótun”.

Sýnikennsla Vilhjálms var bæði áhugaverð og lífleg og tóku viðstaddir virkan þátt í prófunum (sbr. mynd).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × one =