,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3KB

Kristján Benediktssonm TF3KB

Fimmtudagserindið þann 23. febrúar var í höndum Kristjáns Benediktssonar, TF3KB og nefndist það Ráðstefnan í IARU Svæði 1 árið 2011; helstu niðurstöður. Á þriðja tug félagsmanna mættu í félagsaðstöðuna í Skeljanesi.

Í umfjöllun sinni, lýsti Kristján uppbyggingu aðþjóðastarfs radíóamatöra. Hann fór vel yfir feril og þróun umræðunnar innan hreyfingarinnar og tók dæmi um faglega og færsæla lausn mála þann tíma sem hann hefur annast embætti tengiliðar Í.R.A. í alþjóðastarfinu, auk þess að fjalla sérstaklega um niðurstöður ráðstefnu IARU Svæðis 1 sem haldin var í Suður-Afríku í ágústmánuði s.l.

Kristján fjallaði að lokum um helstu niðurstöður alþjóðlegrar radíófjarskiptaráðstefnu I.T.U., WRC-12 (World Radiocommunication Conference 2012) sem varða radíóamatöra og lauk þann 17. febrúar s.l. í Genf. Þar ber hæst, nýtt amatörband á heimsvísu í tíðnisviðinu 472-479 kHz.

Stjórn Í.R.A. þakkar Kristjáni Benediktssyni, TF3KB, fyrir vel heppnað og áhugavert erindi.

Fram kom m.a. hjá Kristjáni, að þegar er hafinn undirbúningur að frumvarpi um nýtt
amatörband á 5 MHz, sem gæti verið tekið til umfjöllunar á WRC-2015 eða 2018.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × two =