,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3GL

Guðmundur Löve TF3GL útskýrði vel hversu auðvelt er að gefa sér mismunandi forsendur í EZNEC forritinu.

Guðmundur Löve, TF3GL, flutti fróðlegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 3. nóvember.
Hann sagði frá og útskýrði tölvuforritið EZNEC sem “hermir” eftir virkan loftneta. Hann fór vel yfir virkni forritsins með því
að taka dæmi um nokkrar grunngerðir loftneta, s.s. tvípóla, lóðréttra stangarneta, Windom neta o.fl.

Guðmundur sýndi m.a. áhrif fjarlægðar yfir mismunandi leiðandi jörð, áhrif staðsetningar (bæði fyrir lóðréttar stangir og
tvípóla) og ræddi m.a. mismunandi fjölda radíala samanborið við staðsetningu stangarnets á húsþaki.

Að sögn Guðmundar eru fleiri forrit eru aðgengileg radíóamatörum sem herma eftir virkni loftneta, en EZNEC hefur náð
hvað mestri útbreiðslu, sem er vel skiljanlegt eftir að hafa séð hversu aðgengilegt forritið er og þá möguleika sem það
býður. Höfundur EZNEC er Roy W. Lewallen, W7EL. Á þriðja tug félagsmanna hlýddu á erindið.

Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL, fyrir vel heppnaða og áhugaverða kvöldstund. Ennfremur Ara Þórólfi fyrir
heimabakaða kaffimeðlætið.

Guðmundur sýndi m.a. niðurstöðu EZNEC fyrir ýmis stangarloftnet og útskýrði niðurstöðurnar síðan nánar á töflu.

Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Bjarni Sverrisson TF3GB. Bjarni spurði Guðmund m.a. um “V” loftnet á hvolfi.

Smári TF8SM og Guðjón Helgi TF3WO voru áhugasamir um mismunandi útfærslur loftneta fyrir TF8SDR.

Í kaffihléi. Haraldur Þórðarson TF3HP Jón Gunnar Harðarson TF3PPN og Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG.

Ari Þór Jóhannesson TF3ARI og Kjartan H. Bjarnason TF3BJ skoða nýjar VHF/UHF handstöðvar í fundarhléi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − seven =