,

Útileikar 2013

35. HF-útileikarnir hafa verið gerðir upp.

Samkvæmt innsendum dagbókum hafa minnst 10 kallmerki verið í loftinu um verslunarmannahelgina frá 5 kallsvæðum.

Þetta er 8 kallmerkjum og 2 kallsvæðum færra en í fyrra. Af þessum 10 skiluðu 7 inn dagbók. Af þeim voru 4 með blandaða starfrækslu á morsi og tali en 3 á tali eingöngu. Engin á morsi eingöngu. Sigurvegari leikanna er Guðmundur Sveinsson, TF3SG. Hlýtur hann að launum áletraðan skjöld með upplýsingum um afrekið. Hann tók þátt flokki ER-stöðva.

Í öðru sæti er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, með blandaða starfrækslu á ER og RA. Þar sem starfrækslan var að mestu í ER flokki, 17 sambönd af 22, telst hanní ER flokki. Í þriðja sæti í flokki ER stöðva er Kristinn Andersen, TF3KX,  Í fjórða sæti í flokki ER stöðva er Ársæll Óskarsson, TF3AO, sem starfrækti TF2AO. Í fimmta sæti í flokki ER stöðva er Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA. Í fyrsta sæti í flokki RA stöðva  er Bjarni Sverrisson, TF3GB og í öðru sæti í flokki RA stöðva er TF2LL/MM með starfrækslu á Grænlandshafi.

Nýjar dagbækur frá í fyrra eru frá TF3SG, TF3GB, TF2AO og TF2LL/MM

 

Samantekt vegna útileika 2013

Þáttakandi
Fj.ísl.kallm.
Kallsv.við
Kallsv.úr
Punktar
ER/RA margf.
Heildarstig
QSO
TF3SG 8 5 0 500 ER8 160.000 25
TF3DX 7 4 0 420 ER8/ER5 87.360 22
TF3GB 7 5 0 260 RA5 45.500 14
TF3KX 4 3 1 80 ER8 10.240 5
TF2AO 3 3 1 100 ER8 9.600 5
TF3UA 3 1 0 200 ER8 4.800 10
TF2LL/MM 2 2 0 40 RA5 800 2

 

Von mín er síðan sú að þátttakan verði ekki bara betri á næsta ári, heldur verði

menn duglegri að skila inn dagbókum. Það þarf ekki að reikna út stigin, áður en

dagbókinni er skilað og þetta má vera pár á blöðum. Við reynum að kreista út

upplýsingarnar eins og safa úr appelsínu.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, sá um útreikningana og gerð viðurkenningarskjaldarins en

Brynjólfur Jónsson, TF5B sá um gerð viðurkenningarskjala fyrir þátttöku í leikunum.

 

F.h. dómnefndar,

Bjarni Sverrisson, TF3GB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve − eight =