,

Uppsetning SteppIR Yagi-loftnets félagsins á laugardag

Myndin er frá vinnu við SteppIR loftnet félagsins 1. nóvember s.l. Ljósm. TF2JB.

Ákveðið hefur verið að setja aftur upp SteppIR Yagi-loftnet félagsins laugardaginn 20. mars og er miðað er við að hefjast handa kl. 10 árdegis. Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur nú lokið við viðgerð loftnetsins og verður klár með það, nýjar festingar og það fleira sem til þarf fyrir þann tíma. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að hjálpa til eru velkomnir. Heitt verður á könnunni og boðið verður upp á ný vínarbrauð frá Geirabakaríi í Borgarnesi.

Endanleg staðfesting þess efnis, að ráðist verði í verkefnið á laugardag verður birt hér á heimasíðunni á fimmtudagskvöld, þar sem halda þarf þeim möguleika opnum að geta frestað uppsetningu fram á sunnudag ef þörf er á vegna veðurs. Markmiðið er að loftnetið verði tilbúið til notkunar í CQ World-Wide WPX SSB keppnina sem fer fram helgina 27.-28. mars n.k.

Guðmundur Sveinsson, TF3SG, kynnti hér á heimasíðunni í fyrradag (13. mars) þá hugmynd, að félagsstöðin verði virkjuð til þátttöku í keppninni í ár undir kallmerkinu TF3W. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að koma að undirbúningi eða þátttöku í keppninni hafi samband við TF3SG á dn@hive.is eða í GSM 896-0814.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen − two =