,

Unnið við loftnet í Skeljanesi

Í gær laugardag mætti hópur vaskra amatöra í Skeljanesið og tókst að koma SteppIR greiðunni í samband á ný. Ekki er þó hægt með góðu móti að snúa loftnetinu í bili því í ljós kom að stýriboxið fyrir rótorinn var bilað eins og sést á myndum hér neðar. En áfram verður unnið að viðgerð og tók TF3Y boxið að sér. SteppIR prjónninn var skoðaður og eitt af næstu skrefum verður að koma honum í gagnið sem ætti að vera fljótgert eftir að nýja stýriboxið nær til landsins.

 

TF3DC, TF3Y, TF8HP, TF3GB, TF3VS. TF3JA tók myndina.

TF3Y tók þessa fínu mynd af Bjarna, TF3GB.

TF3SG mætti líka til vinnu en náðist ekki inná myndina.

Við aldursgreiningu kom í ljós að meðalaldur hópsins var nálægt 64 árum en þeir elstu nýttust til að stjórna aðgerðinni og hita kaffi, prýðis kaffi reyndar og 3DC brá sér í bakaríið og keypti ekta sixties bakkelsi þar á meðal dýrindis jólaköku að beiðni 3GB sem þó varla hafði tíma til að leggja frá sér verkfærin og koma niður úr stiganum til að njóta veitinganna.

Brunnar tengingar í rótorstýriboxinu.

Plata úr óskemmdu boxi, mynd TF3Y

 

 

 

 

 

 

SteppIR greiðan komin upp.

Neðsti hluti SteppIR prjónsins

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 5 =