,

Auka útsending á degi Sameinuðu þjóðanna 24 október

Skilaboð frá Lars SM6NM, Grimeton Radio/SAQ aukaútsending

Vonast er til að hægt verði að senda út skeyti á Alexanderson rafalnum í Grimeton á 17,2 kHz á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október, 2014 klukkan 10:00 UTC. Tíminn og hvenær byrjað verður að hita upp sendinn og stilla er ekki alveg vitað í dag en réttir tímar verða tilkynntir þegar nær dregur. Danskir námsmenn búa til skeytið sem sent verður. Í þetta skiptið er ekki ætlast til að skipst verði á QSL. Eftir sem áður verður árleg útsending á aðfangadag 24. desember klukkan 08:00, og byrjað  að hita upp og stilla sendinn um klukkan 07:30 UTC, að sögn Lars.

Grimeton radíósendistöðin var tekin í notkun 1924 fyrir daga aflmikilla lampa. Notaðir eru riðstraumsrafalar til að búa til 17,2 kHz radíómerkið, aflið er 200 kW. Stöðin hefur kallmerkið SAQ og er eina stöðin sem varðveist hefur úr kerfi 18 sendistöðva sem byggt var á millistríðsárunum fyrir kreppuna miklu og náði um allan heim. Stöðinni var valinn staður á vesturströnd Svíþjóðar eftir mikla útreikninga og loftnetinu beint að USA. Stöðin í USA var á Long Island. Á fyrri hluta tuttugustu aldar var samkeppnin hörð milli radíóstöðva og ritsímasæstrengja um millilandaskeytasendingar. Til gamans má geta þess að stuttbylgju fjarskiptastöðin í Reykjavík hafði kallmerkið TFA, sendarnir voru á Rjúpnahæð og móttakan í Gufunesi. Stjórn- og afgreiðslubúnaður TFA var í Gufunesi.

Loftnetið í Grimeton

QSL kort frá Grimeton

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine + 17 =