,

UMSÓKNIR/ENDURNÝJUN SÉRHEIMILDA

ÍRA bárust jákvæð svör frá Póst- og fjarskiptastofnun (PSF) í desember s.l. við ósk félagsins um endurnýjun heimilda á 160 metrum og 4 metrum.

Um er að ræða tíðnisviðið 1850-1900 kHz í tilgreindum alþjóðlegum keppnum. Gildistími er til eins árs; 1.1. til 31.12.2021. Og hins vegar tíðnisviðið 70.000-70.250 MHz. Gildistími er til tveggja ára, 1.1.2021 til 31.12.2022.

Leyfishafar þurfa að sækja um og endurnýja sérheimildir til PFS, þar sem eldri heilmildir féllu úr gildi 31. desember s.l. Senda má tölvupóst til  hrh [hjá] pfs.is eða pfs [hjá] pfs.is  áður en sendingar eru hafnar. Tilgreina skal, að sótt sé um heimild(ir) fyrir nýtt tímabil (sbr. ofangreint).

Tilgreindar alþjóðlegar keppnir á 160 metrum:

CQ WW 160 metra keppnin, CW, 29.-31.1.2021.
ARRL International DX keppnin,  CW, 20.-21.2.2021.
CQ WW 160 metra keppnin, SSB, 26.-28.2.2021.
ARRL International DX keppnin,  SSB, 6.-7.3.2021.
CQ WW WPX keppnin, SSB, 27.-28.3.2021.
CQ WW WPX keppnin, CW, 29.-30.5.2021.
IARU HF World Championship, CW/SSB, 10.-11.7.20212.
CQ WW DX keppnin, SSB, 30.-31.10.2021.
CQ WW DX keppnin, CW, 27.- 28.11.2021.
ARRL 160 metra keppnin, CW, 3.-5.12.2021.

Stjórn ÍRA.

Myndin er af Icom IC-7600 HF/50MHz stöð sem m.a. hefur 100W sendi á 160 metrum.
Myndin er af Icom IC-7100 HF/VHF/UHF stöð sem m.a. hefur 50W sendi á 4 metrum.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × two =