,

Tónlæsingu TF8RPH breytt þann 1. maí

Loftnet TF8RPH er staðsett á turninum við vitavarðarhúsið. Ljósmynd: TF8SM.

Líkt og fram kom í fréttadálki hér á heimasíðunni þann 21. apríl, var endurvarpinn TF8RPH settur upp í tilraunaskyni, m.a. með prófun mismunandi tónlæsinga í huga. Endurvarpinn hefur nú, um 10 daga skeið, verið útbúinn með DCS 023 tónlæsingu.

Nú er komið að því að gera tilraun með hefðbundna tónlæsingu, CTCSS, og var endurvarpanum breytt samkvæmt því í dag, 1. maí, kl. 15:15. Tónninn sem notaður er nú, er á 88.5 riðum. Stöðin er enn stillt á “wideband” mótun. Hugmyndin er, að gera prufu með þessa læsingaraðferð í um viku tíma.

Það sama gildir um CTCSS tónlæsinguna og DCS 023 tónlæsinguna, að í báðum tilvikum er hægt er að hlusta á sendingar frá TF8RPH í venjulegu viðtæki eða stöð, þ.e. ekki þarf að afkóða sendingar í móttöku.

Þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Sigurði Smára Hreinssyni, TF8SM, eru færar þakkir fyrir að hafa veg og vanda af áframhaldandi vinnu við endurvapann. Það sama á við um aðra félagsmenn sem komið hafa að verkefninu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × two =