,

Tónlæsing TF8RPH færð til baka

Loftnet TF8RPH er staðsett á turninum við vitavarðarhúsið. Ljósmynd: TF8SM.

Eftir töluverða skoðun, hefur verið ákveðið að skipta tónlæsingu endurvarpans TF8RPH á Garðskaga á ný yfir á hefðbundna tónlæsingu, CTCSS, og verður endurvarpanum breytt samkvæmt því í dag, laugardaginn 16. maí, kl. 16:00. Sami tónn verður notaður og áður, þ.e. á 88,5 riðum. Stöðin verður
áfram stillt á “wideband” mótun. Þessi breyting er hugsuð til framtíðar.

Þegar skipt var yfir á DCS tónlæsingu þann 4. júní s.l., samþykkti stjórn félagsins að það yrði gert með þeim fyrirvara, að ekki kæmu sérstakir annmarkar í ljós. Líkt og fram kom á póstlista félagsins strax degi síðar (5. júní) og víðar, hefur komið á daginn, að jafnvel verksmiðjuframleiddar stöðvar á markaði fram undir
árið 2006 voru ekki búnar stafrænni tónlæsingu (DCS). Um er að ræða þekktar gerðir stöðva frá stórum framleiðendum eins og Icom og Kenwood.

Í ljósi þessa, verður skipt yfir á fyrri tónlæsingu síðar í dag eins og fram kemur að ofan. Um leið verður auðkenni endurvarpans á morsi stytt og “skottið” í sendingu úr 1 sek. í 0,5 sek. TF8RPH tekur á móti á tíðninni 145.125 MHz og sendir út á tíðninni 145.725 MHz. Líkt og áður hefur komið fram, er hægt að hlusta á sendingar frá TF8RPH í venjulegu viðtæki eða stöð, þ.e. ekki þarf að afkóða sendingar í móttöku.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF3ARI og Sigurðar Smári Hreinsson TF8SM hafa góðfúslega tekið að sér að annast ofangreindar breytingar.

F.h. stjórnar Í.R.A.

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 − 5 =