,

TF5B MEÐ YFIR 30.000 QSO

Brynjólfur Jónsson, TF5B hafði alls 30.103 QSO á árinu 2020. Samböndin voru öll höfð á FT8 samskiptareglum undir MFSK mótun. Fjöldi DXCC eininga varð alls 156 og fjöldi staðfestra DXCC eininga alls 151. Forskeyti voru alls 1.956 og CQ svæði 39.

Þess má geta að Billi missti niður hluta loftneta sinna um miðjan desember 2019 og varð ekki að fullu QRV á ný fyrr en í maímánuði (2020) þegar voraði á ný. Sjá má myndir af loftnetum hans eftir óveðrið og eftir að þau höfðu verið viðgerð og enduruppsett á bls. 42 í 3. tbl. CQ TF 2020. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/06/cqtf_34arg_2020_03tbl.pdf

Flest sambönd voru höfð á 30 metrum, eða 8.729. Þrjú bönd voru með ámóta mikinn fjölda sambanda, þ.e. 40 metrar 5.159 QSO; 20 metrar 6.391 QSO og 17 metrar 5.128 QSO.

Skipting sambanda: Evrópa 23.819 QSO, N-Ameríka 2.982 QSO, Asía 2.643 QSO, Afríka 140 QSO, S-Ameríka: 263 QSO og Eyjaálfa: 256 QSO.

Loftnet TF5B eftir viðgerð í maí 2020. Fritzel Fritzel FB-33, 3 staka Yagi loftnet fyrir 14, 21 og 28 MHz; Fritzel tvípóll fyrir 10, 18 og 24 MHz; Hamstick tvípóll (láréttur) fyrir 3.5 MHz; Hamstick tvípóll (láréttur) fyrir 1.8 MHz og Diamond X-30 stangarloftnet fyrir 144/430 MHz. Ljósmynd: Brynjólfur Jónsson TF5B.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 + eighteen =