,

TF3W gekk ótrúlega vel miðað við aðstæður

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, virkjaði félagsstöðina TF3W í ARRL International DX keppninni á morsi, sem haldin var 18.-19. febrúar. Sigurður keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, fullu afli. Niðurstaða: 2.675 QSO og 243 margfaldarar eða nær 2 milljónir heildarstiga. Þessi niðurstaða er ótrúlega góð þegar tekið er tillit til bilana í búnaði og truflana í segulsviðinu á sunnudeginum.

Band (metrar)

QSO (fjöldi)

Margfaldarar (fjöldi)

160

2

2

80

58

28

40

358

49

20

828

58

15

1134

59

10

294

47

(Alls 2.674 QSO og 1.949.346 heildarstig).


Miklar truflanir í segulsviðinu á sunnudag lokuðu nánast á fjarskipti á öllum böndum (K-gildi 9). Af þeirri ástæðu var QSO hlutfall á milli daga 80% á laugardeginum og 20% á sunnudeginum, þrátt fyrir 35 klst. viðveru í keppninni. (Til skýringar: K-gildi 5 og yfir flokkast sem segulstormur).

Í annan stað reyndist Harris 110 RF magnari félagsins bilaður. Bilunin hafði þau áhrif, að minnka þurfti afl stöðvarinnar í 30-50W á 40, 80 og 160 metrum. Á 10, 15 og 20 metrum reynist unnt að keyra hann í nokkurn tíma á 700W en síðan datt hann út ca. á 5 mín. fresti niður í u.þ.b. 60W (í miðri sendingu).

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, fyrir virkjun félagsstöðvarinnar svo og öðrum félagsmönnum er lögðu hönd á plóg undanfarnar tvær vikur við að gera TF3W QRV á öllum böndum, frá 10-160m.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 − three =