,

TF3W er QRV í ARRL DX keppninni 2012

Benedikt Sveinsson TF3CY og Sigurður R. Jakobsson TF3CW

ARRL International DX morskeppnin stendur yfir helgina 18.-19. febrúar. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW starfrækir félagsstöðina TF3W í keppninni í einmenningsflokki á öllum böndum, fullu afli. Undirbúningur
fyrir keppnina hefur staðið yfir undanfarnar tvær vikur og voru m.a. sett upp sérstök loftnet fyrir 80 metrana og 160 metrana vegna keppninnar.

80 metra loftnetið er 21 metra hátt færanlegt stangarloftnet og 160 metra loftnetið er 18 metra hátt færanlegt stangarloftnet, búið topphatti. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, lánaði 80 metra loftnetið, en Sigurður lánaði Spiderbeam stöngina. Sjá myndir af loftnetunum neðar á síðunni.

New-Tronics Hustler 5-BTV loftnet félagsins er notað á 40 metrum í keppninni og SteppIR 3E 3 staka Yagi loftnet félagsins er notað á 20, 15 og 10 metrum. Keppnin er 48 klst. keppni og lýkur henni á sunnudagskvöld kl. 23:59.

Færanlegt stangarloftnet TF3SG fyrir 80 metrana er á bílastæðinu við Skeljanes.

Stangarloftnetið með topphattinum fyri 160 metrana er staðsett á bárujárnsveggnum í Skeljanesi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − two =