,

TF3UA verður með fimmtudagserindið 28. apríl

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.

Síðasta erindi vetrardagskrár Í.R.A. að þessu sinni, verður haldið fimmtudaginn 28. apríl n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Fyrirlesari er Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og fjallar erindi hans um SDR sendi-/móttökutæki.

Hugtakið “SDR” er skammastöfun fyrir Software Defined Radio. Þar ræður innbyggt (eða viðtengt í PC) forrit því um hvers konar tæki er
að ræða. “Hardware” tækisins er einskonar alhliða viðmót milli loftnets og notanda og skilgreinir EKKI hvort um AM, FM, CW o.s.frv.
tæki er að ræða. Mótun og afmótun fer fram í forriti sem ræður þessu, svo það eru engar sérstakar mótara- eða afmótararásir fyrir mis-
munandi hátt.

Margir radíóamatörar þekkja til svokallaðra SDR-stöðva frá fyrirtækinu FlexRadio Systems, en fyrsta stöðin frá þeim var tækið SDR-1000
(markaðssett árið 2003). Þekkt SDR viðtæki á meðal radíóamatöra, eru t.d. frá Perseus viðtækin frá Microtelecom á Ítalíu og Quick-Silver
frá Software Radio Laboratorys í Bandaríkjunum.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka frá næstkomandi fimmtudagskvöld og mæta stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.


Upplýsingahlekkur: http://en.wikipedia.org/wiki/Software-defined_radio

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 − six =