,

TF3TNT og TF3ARI vinna að tilraunum með TF1RPB

TF3TNT og TF3ARI hafa unnið að ýmsum tilraunum með TF1RPB, endurvarpann í Bláfjöllum í góðviðrinu undanfarna daga. Nýr búnaður og loftnet  voru sett upp í öðru tækjahúsi á fjallinu þar sem væntanlega er minna um truflanir. Loftnetið er nokkra metra hringgeislandi fiberstöng með 8 dBi ávinningi í allar áttir.  Prófaðar verða ýmsar gerðir af lyklun og halinn er hafður nokkuð langur til að auðveldara sé að prófa drægni endurvarpans. Myndin sýnir tækjahúsið og loftnetið á toppi 20 metra masturs. Frekari uppýsingar og fréttir verða birtar hér af þessum tilraunum og árangri á næstu vikum. Fyrstu fréttir af drægni lofa góðu og náðist endurvarpinn til dæmis við Landmannahelli í dag, þar var á ferðinni TF3WJ á sínum velbúna fjallabíl.

Frumgerð myndarinnar er á fésbókarsíðu TF3ARI, þar eru fleiri myndir tengdar þessum tilraunum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen + one =