,

TF3RPK QRV Á NÝ FRÁ SKÁLAFELLI

Endurvarpinn TF3RPK er QRV á ný frá Skálafelli eftir uppsetningu bráðabirgðaloftnets. Þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ lögðu á fjallið upp úr hádeginu í dag, 30. júlí.

TF3RPK hafði verið úti frá því um páska þegar mikil ísing skemmdi fæðilínuna í VHF loftnetið (en UHF hlekkurinn var í lagi). Ari sagði, að bráðabirgðaloftnetið tryggi m.a. virkni endurvarpans yfir verslunarmannahelgina. Ráðgert er að Ólafur B. Ólafsson, TF3ML sláist í hópinn og þá verður gerð ferð á fjallið á ný.  

TF3RPK vinnur á 145.575 MHz. Inngangstíðnin er -600 Hz og tónn er 88,5 Hz. Tengingar eru með 430 MHz hlekk við endurvarpann í Bláfjöllum og á Mýrum.

Þetta er fjórða fjallaferð þeirra félaga á skömmum tíma, en 23. júlí skiptu þeir um loftnet við TF3RPA. Þar á eftir héldu þeir á Búrfell þar sem í ljós kom að endurvarpinn TF3RPE var bilaður. Farið var með hann í bæinn og haldið austur á ný (ásamt TF3CE) 26. júlí og hefur TF3RPE verið QRV síðan. Og í dag, var svo komið að Skálafelli.

Þakkir til þeirra félaga Ara og Georgs fyrir dugnaðinn og frábært framlag. Vel af sér vikið!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr stöðvarhúsinu á Skálafelli. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A stendur við skápinn sem hýsir ICOM endurvarpann og tilheyrandi búnað. Neðar á veggnum má sjá “cavity” síur stöðvarinnar. Ljósmynd: Georg Kulp TF3GZ.
Georg Kulp TF3GZ skoðar ástand UHF loftnetsins við TF3RPK sem vinnur samtengt við endurvarpana í Bláfjöllum og á Mýrum gegnum 430 MHz hlekk. UHF loftnetið er í kassanum en fyrir ofan það er bráðabirgða VHF loftnetið sem sett var upp í dag. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − nine =