,

TF3RPC QRV á nýju loftneti

Hustler G6-144B loftnetið.

Sett hefur verið upp nýtt loftnet við endurvarpsstöðina TF3RPC sem staðsett er við Austurbrún í Reykjavík. Loftnetið er af gerðinni Hustler G6-144B frá New-tronics. Um er að ræða 3 metra háa stöng með 4 kvartbylgju radíölum. Ávinnungur er 6 dB yfir tvípól. Sjá má nánari tæknilegar upplýsingar á heimasíðunni: http://www.dxengineering.com/Products.asp?ID=73&SecID=14&DeptID=8Loftnetið var keypt hjá DX Engineering í Ohio í Bandaríkjunum og kostaði 35.100 krónur komið til landsins (með öllum gjöldum).

Takmarkaðar prófanir í dag (10. júlí) leiða í ljós, að mjög gott samband er a.m.k. í Borgarfjörð (TF2JB, Hvanneyri) og á Suðurland (TF1GW, Hrunamannahreppi í Árnessýslu). Gaman væri að sem flestir prófuðu útbreiðsluna eftir loftnetsskiptin. Vinnutíðni endurvarpans er 145.775 MHz.

Stjórn Í.R.A. færir Sigurði Harðarsyni, TF3WS, þakkir fyrir frábæra aðstoð.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen + 9 =