,

TF3IRA QRV Í ÚTILEiKUNUM 2020

TF3IRA var QRV frá Skeljanesi í dag 1. ágúst í TF útileikunum. Þetta var fyrsti dagurinn af þremur, en leikarnir halda áfram á morgun (sunnudag) og lýkur mánudaginn 3. ágúst.

Hafa má samband hvenær sem er sólarhringsins þessa þrjá daga, en aðalþátttökutímabil eru:

  • Laugardag kl. 17:00-19:00;
  • Sunnudag kl. 09:00-12:00;
  • Sunnudag kl. 21:00-24:00; og
  • Mánudag kl. 08:00-10:00.

Minnst 8 klst., þurfa að líða á milli sambanda sömu stöðva á sama bandi til að stig fáist.

Mathías Hagvaag TF3MH virkjaði félagsstöðina TF3IRA frá Skeljanesi í dag, laugardaginn 1. ágúst ásamt fleirum. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − 8 =