TF3IRA OG ES’HAIL-2/P4A / OSCAR 100
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp, TF3GZ, mættu í Skeljanes fimmtudaginn 8. ágúst eftir vinnu og settu upp loftnetsbúnað fyrir Es’Hail-2/P4A/ Oscar 100 gervitunglið. Veðuraðstæður voru eins góðar og hugsast getur, sólskin, 18°C hiti og passleg gola.
Sett var upp öflug veggfesting og 85cm loftnetsdiskur á austurhlið hússins í Skeljanesi. Verkið gekk vel og tókst að ganga frá köplum og stilla loftnetið áður en kom að opnun félagsaðstöðunnar kl. 20.
Þegar tími gefst á næstunni, er hugmyndin að ljúka tengingum og frágangi innanhúss, en Kenwood TS-2000 stöð félagsins mun notast við sértækan búnað frá PE1CMO sem kom til landsins í síðasta mánuði. Það styttist því í að TF3IRA verði QRV um nýja gervitunglið.
Stjórn félagsins þakkar þeim félögum gott framlag.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!