,

TF3IK, Snorri Ingimarsson verður með kynningu á fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Snorri Ingimarsson er í forsvari fyrir hóp sem hefur áhuga á að endurvekja fjarskipti fjallaferðamanna á stuttbylgju og nýlega fékk hópurinn leyfi til að nota stuttbylgjutíðnir Landsbjargar. Þetta hefur verið í undirbúningi síðan í sumar en er nú endanlega komið í höfn.

Tíðnir Landsbjargar í kHz eru:

2912
3815
3835
4752
5752
6771

Snorri og félagar hafa prófað þessar tíðnir talsvert í sumar og niðurstaðan er í samræmi við eldri prófanir sem bentu til þess að 3815 væri heppileg sem aðaltíðni hér á landi. Lítið suð er á 3815 og mun minna heldur en á gömlu góðu 2790. 5752 hefur líka komið vel út og stundum heyrist mjög vel á 6771. Bylgjulengdin á 3815 er um 80 metrar en 108 metrar á 2790. þetta þýðir að hægt er að komast af með meðfærilegri og mjög góð loftnet fyrir þá sem geta notað gömlu Gufunesstangirnar, breyttar fyrir 3815.

Hér eru nokkrar tilvitnanir í minnisblað sem skýra þetta fyrirkomulag með tíðniheimildirnar betur:

” Slysavarnafélagið, SL heldur utan um úthlutun notkunarleyfa til einstaklinga á þessum tíðnum á sama hátt og leyfi fyrir notkun þriðja aðila á VHF tíðnum félagsins. Þeir sem óska þess að nýta tíðnirnar senda tölvupóst með nafni, kennitölu og netfangi til SL sem sendir til baka leyfi fyrir viðkomandi til að nota tíðnirnar. Leyfinu fylgir það skilyrði að viðkomandi víkur þegar Landsbjörg notar tíðnirnar í björgunaraðgerðum.”

“Hagur SL verður að upp byggist meðal almennings þekking, reynsla og búnaður til notkunar stuttbylgjufjarskipta. Komi upp sú staða að önnur fjarskiptakerfi verði óvirk gæti þessi hópur komið að notum til að koma á neyðarfjarskiptum auk þess sem einingar innan SL munu nýta þessar tíðnir sjálfar og hefðu þá bæði búnað og þekkingu tiltæka.”

Búið er að finna löglegar CE merktar HF stöðvar og ein er þegar komin til landsins. Einnig er til eitthvað af gömlum Yaesu FT-180A stöðvum með þessum tíðnum.”

Kynning Snorra hefst klukkan 20:15.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen − four =