,

TF3GL verður með fimmtudagserindið 26. janúar

Guðmundur Löve, TF3GL.

Guðmundur Löve, TF3GL, flytur næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá Í.R.A. þann 26. janúar n.k. kl. 20:30. Umræðuefnið er: VHF leikar 2012; möguleikar á VHF/UHF samböndum; og sögur og staðreyndir um útbreiðslu merkja í þessum tíðnisviðum.

Í grein sem Guðmundur ritar í janúarhefti CQ TF 2012 segir hann meðal annars: TF VHF-leikarnir eru hugarfóstur áhugamanna um langdræg VHF-fjarskipti, en draga dám af sambærilegum leikum sem mikilla vinsælda njóta í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. VHF-leikarnir eru leikar – en ekki keppni, þótt stigafjöldi geti vissulega verið mælikvarði á ástundun, búnað, útsjónarsemi og heppni!

Í greininni eru settar fram áhugaverðar tillögur að leikreglum og keppnistilhögun. Guðmundur segir ennfremur, að tilgangur leikanna sé að örva áhuga og hæfni íslenskra radíóamatöra hvað varðar notkun VHF- og UHF-tíðnisviðanna og eflingu slíkra fjarskipta innanlands. Jafnframt er hugmyndin
að leikarnir geti verið mönnum til nokkurrar ánægju við sameiningu útivistar, ferðalaga og amatör
radíós.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 − eleven =