,

TF3AM verður með fimmtudagserindið 12. janúar

Andrés Þórarinsson, TF3AM.

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 12. janúar. Þá kemur Andrés Þórarinsson, TF3AM, í Skeljanesið og nefnist erindi hans: Heimasmíði tvípóla fyrir HF í bílskúrnum (láréttra og lóðréttra). Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30.

Andrés mun m.a. fjalla um smíði tvípóla fyrir 10m, 15m og 20m böndin úr álrörum sem keypt eru hjá efnissölum hér heima, uppsetningu 12 metra hárrar stangar með slíkum loftnetum og fjarstýringu þeirra. Fjöldi ljósmynda. Einnig
fjallar hann um smíði á lóðréttum tvípól með 600 Ohma fæðilínu og “tjúningu” inni í “sjak”.

Rætt verður um fræðin að baki stærðar og hæðar tvípóla, og reynsluna af þessum netum. Loks mun Andrés fjalla um smíði á 12 metra langri ferðastöng sem gerð er úr álrörum, og um hæla og frágang allan.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að mæta tímanlega. Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.

Á myndinni má m.a. sjá þrenn sett af heimasmíðuðum láréttum tvípólum hjá TF1AM.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 + 2 =