, ,

TF – útileikarnir eru um helgina

TF útileikarnir eru haldnir um verslunarmannahelgina ár hvert á vegum ÍRA. Leikarnir voru haldnir fyrst árið 1979. Tilgangur útileikanna er að örva áhuga og hæfni íslenskra radíóamatöra í notkun færanlegra stöðva og eflingu fjarskipta innanlands. Fjörið eykst þegar íslendingar búsettir eða staddir erlendis taka þátt. Leikarnir eru tilvaldir til að sameina útivist og amatörradíó.

Samband má hafa hvenær sem er um verslunarmannahelgina en heildar þáttökutími hverrar stöðvar má ekki vera meiri en 9 klukkustundir.

Aðalþáttökutímabilin eru: laugardag kl 1700-1900, sunnudag kl 0900-1200, sunnudag kl 2100-2400 og mánudag kl 0800-1000

Þáttakendur verða í það minnsta að skiptast á upplýsingum um RST og QSO-númer. QSO-tími og staðsetning verða að koma fram í loggnum.

Reglur leikanna eru á heimasíðu félagsins í kaflanum “Upplýsingar”: http://www.ira.is/tf-utileikar/

Villi, TF3DX einn ötulasti þáttakandi Útileikanna gegnum árin sagði aðspurður í símtali í gærkvöldi að einfaldasta loftnetið fyrir HF-böndin til að hafa með sér í útileikana, útileguna um helgina væri 39 metra langur vír sem komið væri eins hátt upp og aðstæður leyfðu á hverjum stað ásamt loftnetsstilli, einföld L-rás dugir vel og nægilegt væri að leggja út tvo til þrjá metra sem jörð eða tengja í einn eða fleiri tjaldhælinn. Hann mælti ekki með að menn tengdu jörðina í tána á ferðafélaganum…betri helmingnum sofandi inni í tjaldi, hversu freistandi sem það væri.

Góða helgi og skemmtilega keppni.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − 3 =